JARÐGANGADEKUR VIÐ SEYÐFIRÐINGA

  Ef stórkarlalegar áætlanir pólitíkusa um jarðgangagerð á Austurlandi, sem kynntar hafa verið verða að veruleika, munu Seyðfirðingar hafa tvo gangnamuna í þorpinu, annan til Egilsstaða og hinn á Neskaupstað í gegnum Mjóafjörð.

  Langdýrasti hluti verksins eru göngin undir Fjarðarheiði til Egilsstaða og þau eru reyndar óþörf því heiðin er aðeins lokuð vegna snjóalaga  ca. 17 daga á ári og þá aðeins part úr degi.

  Göngin til Neskaupsstaðar ættu alveg að duga Seyðfirðingum og þá væri líka kominn hringvegur um Mið-Austurland. Seyðfiðingar gætu því komist til Egilsstaða í gegnum Neskaupsstað með viðkomu á Eskifirði og Reyðarfirði þessa 17 dagsparta sem Fjarðarheiðin er erfið yfirferðar.

  Kostnaður við “óþörf” jarðgöng undir Fjarðarheiði kosta 50 milljónir á hvern haus sem býr á Seyðisfirði. Og þetta er almannafé.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinKEITH MOON (73)