JAKOB BJARNAR (59)

Fjölmiðlamaðurinn og Facebookstjarnan Jakob Bjarnar Grétarsson er afmælisbarn helgarinnar (59). Óskalagið?

“Upphalds lagið er annað í dag en í gær. Þannig er með uppáhalds lög. Þegar ég var yngri lá ég í Jethro Tull. Um langt skeið. Sennilega er það nú besta rokkhljómsveit sem hefur komið fram. Þetta eru svo ofboðslega færir hljóðfæraleikarar og Ian Anderson er sjéní. Og Tull-tímabil dúkka alltaf upp annað veifið. Nú er ég að hlusta á Tull. Lagið sem er efst á playlistanum er þetta. Home. Af plötunni Stormwatch. Sem kom út 1979. Þá eru ósköpin riðin yfir; útvötnunin sem fylgdi diskóinu og Tull var ekki einu sinni á kortinu. Home er sérlega fallegt lag. Og kannski til marks um það hversu meyr ég er að verða með aldrinum. Nostalgískur og klökkur. Það stefnir í að ég verði voteygt og grátgjarnt gamalmenni.”

Auglýsing