JAFNAÐARKONA Á NÆRBUXUNUM MEÐ SKÓLABRÓÐUR

    Nikólína í miðbænum.

    “Ég þarf að fara á heilsugæslunna á nokkurra vikna fresti til að fá lyf sprautuð í rassinn og í síðustu tvö skipti hefur sami læknir bankað og opnað hurðina strax á meðan ég stend þarna á nærbuxunum. Umræddur læknir var með mér í grunnskóla,” segir Nikólína Hild­ur Sveins­dótt­ir formaður ungra jafnaðarmanna. Nikolína  hef­ur glímt við legs­límuflakk í 17 ár, frá því hún var ell­efu ára. Fékk loks grein­ingu fyr­ir þremur ár­um.

    Auglýsing