ÍTREKAÐ MÁLFARSNÖLDUR

  Willys jeppinn í Skógum.

  Lesendabréf:

  Nú tíðkast að skella bara atviksorðinu “á” fyrir framan öll staðarnöfn. Nema menn segja aldrei “á” Reykjavík, ekki einu sinni sveitavargurinn.

  Gagnmerkur rithöfundur, með heitt eftirnafn, sagði meira að segja í viðtali að gamli græni Willysinn (’46) hans pabba síns væri nú “á” Skógum.

  Svona fer Í málfarsnöldrara og fær verulega á þá!

  Svo segir í Landnámu:
  “Þrasi hét maður, son Þórólfs hornabrjóts; hann fór af Hörðalandi til Íslands og nam land milli Kaldaklofsár og Jökulsár; hann bjó í Skógum hinum eystrum.”
  Willi í Skógum
  Auglýsing