
“Yann Kolbeinsson uppgötvaði ungan ísmáv á hafnarsvæði Húsavíkur í ljósaskiptum í gær. Ég var svo heppinn að mávurinn fann sér fuglshræ á hafnarsvæðinu til að éta í dag sem hann tímdi ekki að yfirgefa þó ljósmyndarar gerðust etv. óþarflega ágengir. Ísmávar eru hánorrænir máfar sem sjást þó líklega árlega hérlendis sem flækingsfuglar. Ég sá fáeina ísmáva á síðustu öld en hef hinsvegar ekki séð neinn fyrr á þessari öld, þrátt fyrir að ég fylgist vel með máfum í mínu umhverfi,” segir Gaukur Hjartarson Húsavík sem starfaði áður sem Skipulags- og byggingarfulltrúi hjá Norðurþing. Sjá myndband hér.
Ísmávur sást á Dalvik 2015 og við Djúpabogshöfn 2007.