ÍSLENSKUR HARMLEIKUR Í ÁSTRALÍU

  “Ástandið á morgun og nóttina á eftir lítur ekki vel út. Við höfum gert mikið til að undirbúa daginn. Við erum að pakka útilegudóti og gera bilana tilbúna. Við ætlum að vernda heimilið eins lengi og við getum en flýjum niður að ánni ef þörf er á. Við erum tilbúin og saman og verðum heil,” segir Dóra Rögnvaldsdóttir sem búsett hefur verið í Ástralíu um langt árabil og stendur nú frammi fyrir mestu náttúruhamförum í Eyjaálfu frá upphafi – landið logar í skógareldum.

  “Ég vona að fallega gamla húsið í Útsýnisstræti standi á mánudag. Við erum fimm hér. Ég, Marcus, Erik, Þór og kærasta hans, Elle. Við erum öll í þessu góða samfélagi á sama báti og manngæskan er mikil.”

  Fáir geta ímyndað sér hörmungarnar og háskann sem fylgir skógareldum í heilli heimsálfu og Dóra heldur áfram:

  “Þetta er yndislega fallegt heimili. Húsið er 119 ára og það tók okkur 10 ár að gera það upp. Hér er allt fullt af gömlum uppgerðum mublum og listaverkum og mikið af bókum. Þetta er mjög furðuleg staða…”


   

  En hvers vegna er Ástralía að brenna? Haraldur Sigurðsson heimsfrægur, íslenskur jarðvísindamaður, svarar því svona á heimsvísu:

  Why Australia is burning.

  There are many drivers of wildfires, but its increasingly clear that hotter, dryer conditions play a big role in making them worse. Southern Australia has seen rapid warming of around 1.5C since 1950, making conditions ripe for devastating fires. Yet the conservative prime minister claims it has nothing to do with climate change…

  Auglýsing