Steini pípari sendir myndskeyti:
–

Ég hef dundað við að rækta tómata undanfarinn ár og það hefur gengið alveg þokkalega. Hef verið að prófa mig áfram með yrki frá Rússlandi sem hægt er að rækta í köldum gróðurhúsum. Fræin hef ég fengið frá góðum vin.
Það er svo sem engin fjárhagslegur ávinningur í þessu en það er ánægja og gæðin á rússneskum tómötum er mjög góð. Daglega fæ ég 5 til 7 fullþroskaða tómat af 9 plöntum.
Íslensk tómatarækt er orðin verksmiðjuframleiðsla og eru gæðin eftir því. Í verslunum í dag eru seldir bragðlausir tómatar.
Ég hvet alla sem hafa aðstöðu að rækta tómata að láta af því verða næsta sumar.