ÍSLENSKIR BRIDGE-SPILARAR Í LÍFSHÁSKA Í FÆREYJUM

    myndir / Marta von Restorff

    Íslenskir bridge-spilarar á ferð um Færeyjar lentu í lífsháska síðdegis á sunnudag þegar eldur kom upp í smárútu sem þeir voru í á leið frá Vágar-flugvelli til Þórshafnar. Rútan var á Oyggjarvegurin sem er styttri leið frá flugvellinum og óhefðbundin þegar atburðurinn varð.

    Talsmenn færeysku lögreglunnar segja að íslensku bridge-spilararnir hafi allir sloppið ómeiddir úr rútunni og verið fluttir í skjól.

    Færeyski fréttavefurinn Local.fo greindi frá.

    Auglýsing