ÍSLENSK RAPPSENA SÁLFRÆÐILEGUR SORI

  Andrea í djúpu lauginni.

  “Mér líkar persónulega illa við íslenska karlkyns rappara, myndi ekki vilja sofa hjá þeim, vera í sama vinahóp – því mér finnst viðhorfin þeirra ógeð,” segir Andrea Hauksdóttir nemi í myndlist í LHÍ. Fer í yoga, út að hlaupa og les bækur. Hálfur köttur, hálfur álfur út úr hól – eins og hún segir sjálf

  “Ef það væri hægt að rappa um eitthvað annað en havana, ríða mömmum, mellur og bitches og hvað þú ert glataður – kannski? Íslensk rappsena er sálfræðilegur sori og ég myndi bara taka því sem hrósi að fitta ekki inn í hana. Sérstaklega ef þú ert kvenkyns og speglar þetta ógeð sem þeir láta út úr sér. Bara mín skoðun. Já,  kannski er álitið mitt eitthvað litað af þeirri staðreynd að maður sem nauðgaði mér þegar hann var bláedrú þegar ég var dauðadrukkin og vaknaði nakin í rúminu hans og mundi ekkert hvað hafði gerst er/var starfandi í þessum heimi.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…