ÍSLENDINGAR TIL BJARGAR FÆREYSKA LANDSLIÐINU

    Guðjón, Heimir og Lars.

    Fréttaritari í Færeyjum:

    Ekkert gengur né rekur hjá færeyska landsliðinu í evrópsku undankeppninni í knattspyrnu og ekki batnaði það í síðustu tveim leikjum, 4-0 tap fyrir Svíþjóð á heimavelli og 4-0 tap fyrir Spáni á Spáni. Eftir sex umferðir hefur liðið ekkert stig með markatöluna 03-20 og tapaði meira að segja fyrir Möltu sem hefur ekki unnið leik í fleiri fleiri ár í Evrópukeppni.

    Líkurnar fara nú vaxandi að Lars Olsen landsliðsþjálfari Færeyja segi af sér í vikunni. Sögusagnir í Færeyjum herma að ráðinn verði þjálfari tímabundið og eftir lok færeysku deildarinnar taki annað hvort Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum, sem er með lausan samning eða Guðjón Þórðarsson, hjá NSÍ í Færeyjum, sem er með 3 ára samning við félagið við færeyska landsliðinu í knattspyrnu.

    Auglýsing