ÍSLAND AFTUR NÝLENDA

  Óendanleg orka heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Af hverju eru orkupakkarnir þvingaðir upp á Íslendinga án þess að við tengjumst Evrópu með rafstreng? Ef menn halda að Evrópusambandið vinni fyrir litla manninn í útlöndum er það misskilningur. Sambandið vinnur fyrst og fremst við að efla viðskipti. Þar ráða mestu risafyrirtæki sem vilja ná tökum á auðlindum sem flestra þjóða í nafni frelsisins.

  Steini pípari

  Risafyrirtæki eru eins og þjóðríki þvert á lönd og smeygja sér undan óþægilegum lögum með skráningu dótturfyrirtækja o.fl. flækjum. Það eru slík fyrirtæki sem nú fá heimild til að fjárfesta hér í raforkuiðnaði. Skylt verður að bjóða út virkjunarkosti og selja ríkisfyrirtæki í orkuframleiðslu. Þá hættum við að kvarta yfir því þó nokkrir auðmenn verði ríkari af fisknum okkar. Þá verðum við líka orðin nýlenda að nýju og höfum um annað að tala.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinHELGI PÉ (71)
  Næsta greinSAGT ER…