IRINA SHAYK Í ÁTSARSORG Á ÍSLANDI

  Irina í Skaftafelli í gær.

  Súpermódelið Irina Shayk leitar huggunar í faðmi íslenskrar náttúru eftir skyndilegan skilnað við ástmann sinn til þriggja ára, súperstjörnuna Bradley Cooper.

  Meðan allt lék í lyndi fyrr á árinu; Shayk og Cooper.

  Irina mun hafa yfirgefið lúxusvillu þeirra í síðustu viku og fréttist ekkert af henni fyrr en hún poppaði upp á Instagram við jökullón í Skaftafelli í gær.

  Bradley Cooper unir hag sínum víst ágætlega, er að slá sér upp með Lady Gaga en þau eru að leika saman í nýrru útgáfu af Star Is Born.

  Fyrir utan módelstörf og samband við Bradley Cooper er Irina Shayk ekki síst þekkt fyrir að hafa verið ástkona knattsspyrnukappans Cristiano Rolando um fimm ára skeið, frá 2010-2015. 

  Auglýsing