INNILOKUÐ Í LEIFSSTÖÐ

  Innilokaðir farþegar.

  Heill flugvélafarmur af farþegum sem var að koma frá Munchen lokaðist inni á gangi í rampi frá vél til vallar í fyrradag. Einn farþeginn, Ellert Örn Ellertsson, brá á það ráð að senda Isavia póst þar sem hann stóð innilokaður í þvögunni miðri:

  Ellert bjargvættur

  „Hey Isavia. Það er heil flugvél af fólki læst inni á gangi eftir flug frá Munich.”

  Í svari Isavia kom fram  að mannleg mistök hafi orðið til þess að hurðinni var lokað eftir síðasta flug á undan – varð það til þess að hún var lokuð þegar fyrstu farþegar með vél frá München komu að henni kl. 16.15. Um leið og upplýsingar bárust til flugvallarstarfsmanna var hún opnuð kl. 16:21. Var beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinPAVAROTTI (83)