INNBROTSÞJÓFUR GÓMAÐUR UM MIÐJAN DAG Í GRAFARHOLTI

    Þjófurinn var í mynd allan tímann - þökk sé öryggiskerfinu.

    Bíræfinn innbrotsþjófur var gómaður um miðjan dag í gær í Grafarholti þar sem hann var að vera út búslóð út úr húsi. En það sem hann vissi ekki var að öryggismyndavél fylgdist með öllu. Húsmóðirin á heimilinu segir svo frá:

    “Í gær var brotist inn hjá okkur. Þökk sé öryggiskerfi þá náðum við að láta lögreglu vita og var innbrotsþjófurinn handtekinn á staðnum. Hann náði í rólegheitum að bera út ótrúlegt magn af verðmætum á nokkrum mínútum og fyllti bakpoka og körfu undir óhreint tau af “góssi” sem hann bar út í bílinn sinn sem hann hafði lagt í innkeyrslunni hjá okkur. Þetta gerðist kl 13:30 um hábjartan dag! Við erum þakklát fyrir kerfið og fyrir snör viðbrögð okkar frábæru lögreglumanna/kvenna. Segi þetta til að minna fólk á að vera vakandi fyrir umhverfinu og til að mæla með kerfi.”

    Löggan mætt og handtekur þjófinn – allt myndað.
    Auglýsing