INGVI HRAFN VILL LOSNA VIÐ GÍSLA MARTEIN

    Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóri Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2, horfði á skemmtiþátt Gísla Marteins á RÚV í gærkvöldi og sendi frá sér torrætt skeyti að því loknu:

    “4 afkomendur Gróu á Leiti á RÚV í kvöld með Gísla Martein fremstan og því miður frænku mína Helgu Arnadóttur í slagtogi. Hef alltaf álitið hana framarlega í flokki íslenskra fréttamanna. Meira að segja þingmaðurinn GAT þóttist þess umkominn að leiðrétta ekki níð um starfsbróður sinn. Ef ég væri enn deildarstjóri hjá RÚVmyndi ég mæla með að Gísli Marteinn yrði tekinn af skjánum.”

    Auglýsing