INGVI HRAFN ÁTTRÆÐUR MEÐ AFMÆLISGOLFMÓT

    Ingvi Hrafn Jónsson, ein helsta fjölmiðlastjarna sinnar kynslóðar, verður áttræður 27. júlí og heldur upp á það með stæl eins og honum er lagið; með opnu afmælisgolfmóti á Hamarsvellinum í Borgarfirði þar sem hann hefur átt sitt annað heimili undanfarna áratugi.

    Ingvi Hrafn getur litið stoltur um öxl á þessum tímamótum, hann umbreytti og færði sjónvarpsfréttir til nútímans bæði hjá Ríkinu og Stöð 2 og stofnaði svo sína eigin sjónvarpsstöð sem náði fótfestu um langa hríð – ÍNN.

    Auglýsing