INGIBJÖRG PÁLMA OG DÓRI DNA DANSA SAMAN Á HVERFISGÖTU

    Fasteignafélag Ingibjargar Pálmadóttur hefur gert upp húseignina á Hverfisgötu 18 á smekklegan hátt þannig að sómi er að í götumyndinni gegnt Þjóðleikhúsinu en Ingibjörg og hennar fólk á þar flestar eignir.

    Nú á að setja allt í gang, Dóri DNA opnar veitingastaðinn Mikka ref við hlið húsgagnaverslunarinnar Nörr11 sem áður var í portinu á bak við húsið en þangað hefur tískuveslunin Húrra flutt sig en var áður ofar á Hverfisgötu.

    Dóri DNA hefur sótt umn leyfi til byggingafulltrúans í Reykjavík fyrir hönd Mikka refs að:

    “… breyta innra skipulagi 1. hæðar þannig að afgreiðsluborð er fært til í veitingahúsi í flokki II, tegund E. Kaffihús, fyrir 55 gesti, í húsi á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.”

    Auglýsing