INGBJÖRG TIL BJARGAR RÆNULAUSUM SÓLARLANDAFARA

    Frú Ingibjörg nýtur nú lífsins á Tenerife með Brynjari eftir frækilega framgöngu í sólarlandafluginu.

    “Klukkutíma eftir flugtak komu upp veikindi í smekkfullri vélinni til Tenerife. Farþegi nær rænulaus og uppi varð nokkurt panikástand. Þaulreyndur bráðadeildarhjúkrunarfræðingur, frú Ingibjörg Fjölnisdóttir (hundleið á því ömurlega ástandi sem ríkir á bráðadeildinni og fríinu fegin) gaf sig fram og tók til við að greina hinn sjúka sem hún einmitt fæst aðallega við í sínu starfi,” segir Brynjar Kvaran sem varð vitni að þessu atviki í sólarlandavélinni en Brynjar er einmitt eiginmaður frá Ingibjargar sem han kallar svo. Og Brynjar heldur áfram:

    “Flugstjórinn sendi skilaboð afturí og vildi fá að vita hvort að hann ætti að snúa við og lenda aftur í Keflavík. Flugfreyjunum var greinilega brugðið og beindu spurningu flugstjórans eðlilega til fagmanneskjunnar sem kvað uppúr um það eftir skoðun og greiningu að þess þyrfti ekki. Sjúklingurinn var þá líka að koma til. Auðvitað samt mikil ábyrgð að taka slíka ákvörðun og það hefði frú Ingibjörg ekki getað gert nema vegna sinnar þekkingar og reynslu. Veit að flugstjórar ráðfæra sig við fagaðila á landi í svona tilvikum og taka ákvörðunina en nokkuð viss um að álit fagmanneskjunnar um borð réð mestu um hvað gert yrði. Hún var svo með augun á sjúklingnum þá 4 tíma sem eftir var ferðar og harðneitaði meira að segja þegar ég bauð henni upp á kaffi og Grand eins og hefð er fyrir á leiðinni í frí á sólarströnd.”

    Auglýsing