IKEA SELUR UNDIR NAFNI JÓNS AXELS – LÖGFRÆÐINGAR Í STARTHOLUM

  Jón Axel á smíðaverkstæði JAXhandverk og úrklippa frá IKEA.

  IKEA selur smástanda, þvottakörfur, fatahengi, plastdollur og annað undir nafninu JONAXEL, einfalda og hagnýta hluti. Hafa viðskiptavinir sumir ruglað þessu saman við eða tengt við húsgagnahönnun fjölmiðlamannsins Jóns Axels sem smíðar og framleiðir undir vörumerkinu JAXhandverk vinsæl og vönduð útihúsgögn, stofuborð, brauðbretti og hvaðeina. Jón Axel veit af þessu og segir:

  Útihúsgögn JAX eru falleg, stílhrein og vinsæl.

  “Það var skömmu eftir að JAXhandverk.is fór af stað að IKEA sá ástæðu til að fara inn á mitt svæði. Vissulega eru gæðin ekki þau sömu og hin endingargóðu og sterku útihúsgögn sem ég framleiði undir mínu vörumerki, líkt og Þorparann og Mandaborð og ekki sé talað um hinn geysivinsæla sólstól; Stóri Sterki, en stórfyrirtæki leita tækifæranna í handverkinu með mismunandi árangri. Að öðru leiði vil ég ekki tjá mig um málið en það er til meðferðar hjá lögfræðingateymi mínu.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinVALLI (69)
  Næsta greinANDRÉS MINN!