IKEA MEÐ SÆNSKAR VEGAN KJÖTBOLLUR

  Nýja vegan kjötbollan í IKEA.

  IKEA hefur endurhannað litla, sænsku kjötbollurnar sem verið hafa svo vinsælar í öllum verslunum þeirra; bornar fram með kartöflumús, sultu og rjómasósu í 35 ár um heim allan.

  Nýju bollurnar eru vegan “…en bragðast alveg eins og hinar gömlu,” segir Michael La Cour framkvæmdastjóri í IKEA Food Service  AB og bætir við:

  “Við vitum að margir elska gömlu, sænsku kjötbollurnar og þær hafa verið vinsælasti rétturinn hjá okkur frá upphafi.”

  Vegan kjötbollurnar verða framreiddar í öllum IKEA verslunum veraldar að ári, 2020.

  Auglýsing