ICELANDAIR ÞOTUR LENTU Á BÍLASTÆÐI

    Nýjustu Boeing737 MAX þotur Icelandair (og annarra flugfélaga) renna svo hratt af færibandinu í Seattle, að plássið á flugvellinum við verksmiðjuna er sprungið. Eina ráðið var því að rýma nálæg bílastæði til að lenda vélunum. Þær eru ekki að fara neitt lengra að sinni, meðan ekki er búið að leysa tæknivandann sem leiddi til þess að tvær slíkar þotur fórust fyrir skömmu. Breytt er yfir mótorinntök, plast sett utan um hjólbarða og límt yfir framrúður flugvéla Icelandair, þannig að bersýnilega er búist við langri dvöl á bílastæðinu.
    Ljósmyndarinn Peter Schneider í Seattle hefur verið duglegur að taka myndir af því sem er að gerast á vellinum og póstar þeim á hina íslensku Facebook síðu Flugnördar.
    Auglýsing