ICELANDAIR SKILUR EFTIR FARANGUR TIL AÐ HALDA ÁÆTLUN – FARÞEGAR ÆFIR

    Farþegar Icelandair á leið til Orlando vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir loks komust í loftið eftir þriggja tíma töf í Keflavík (vegna veðurs) þegar flugstjórinn tilkynnti þeim að farangurinn hefði verið skilinn eftir til að koma í veg fyrir frekari seinkun. Klukkutíma í viðbót kannski.

    Flugstjórinn bætti því við að farangurinn kæmi á morgun og farþegar gætu sótt hann á flugvöllinn ytra. Margra tíma akstur fyrir marga en stór hluti farþeganna var fjölskyldufólk á leið í nokkurra daga páskafrí og vill nota tímann í annað en sækja töskur út á flugvöll eftir dúk og disk með tilheyrandi kostnaði. Hafa þeir margir mótmælt án árangurs.

    En þetta er ekki einsdæmi – sjá hér.

    Auglýsing