ÍBÚÐ VIÐ AUSTURVÖLL TIL LEIGU – VERÐ SAMKOMULAG

  “Er með flotta íbúð við Austurvöll, Pósthússtræti 13, sem ég vil koma í langtímaleigu,” segir Guðrandur Sigurðsson fyrrum forstjóri Heimavalla sem er eit stærsta íbuðaleigufyrirtæki landsins.

  Íbúðin er 75 fm, 3ja herbergja og er á 3ju hæð í lyftuhúsi með fallegu útsýni yfir Austurvöll. Íbúðin leigist með eða án húsgagna og er laus fjótlega til afhendingar.

  – Hver er leigan?

  “Samkomulagsatriði,” segir Guðbrandur og biður áhugasama um að hafa samband við sig.

  Borðstofa með svölum út að Austurvelli.
  Stílhreint svefnherbergi.
  Gott eldhús mót suðri.
  Snoturt baðherbergi.

   

  Auglýsing