Í LAGI AÐ SVINDLA PÍNULÍTIÐ

  Barist á móti straumnum heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Björn og Steini

  Björn Bjarnarson er greindur eins og hann á kyn til en svolítið seinheppinn þegar hann velur sér málstað að verja. Ég man eftir því þegar hann var í fararbroddi fámenns trúflokks sem taldi að Vietnam styrjöldin væri réttmæt og góð. Eftir að Bandaríkjamenn fóru þaðan með skottið á milli lappanna kom annað í ljós.

  Nú velur hann að verja Samherja með oddi og egg. Hann trúði myndbandi frá þeim sem Þorsteinn hefur viðurkennt að var nú ekki alls kostar rétt. Minnisblað var að vísu kallað skýrsla í Kastljósþætti og því getur Þorsteinn fullyrt að engin skýrsla hafi verið til staðar. Hann mótmælir ekki lengur að upplýsingarnar hafi verið réttar en af því að Samherji er stór þá var svindlið aðeins lítill hluti af veltunni. Sem sagt brot skulu metast eftir veltu. Ef lítið fyrirtæki fremdi saman brotið þá væri það sko alvarlegt því það væri svo mikill hluti veltunnar.

  Ég er ekki viss um að Björn, sá öðlingsmaður, sé sammála því að það sé allt í lagi að svindla pínulítið.

  Auglýsing