Í FRYSTIKISTU Á HELLISHEIÐI

    Eydís og leið 52.

    Hagvagnar/Hópbílar sjá um að keyra strætó, leið 51 og 52, sem fara allt austur á Höfn með viðkomu á mörgum stöðum meðal annars Hveragerði. Ástand bílanna er ekki sem skyldi, oft kaldir þannig að farþegar verða að klæða sig vel:

    “Það væri nú ágætt ef bílarnir væru nú hitaðir á morgnana. Ég ferðast frá Hveragerði til Reykjavíkur alla morgna yfirleitt með fyrstu ferð. Bíllinn er eins og ísskápur jafnvel eftir hálftíma. Er þetta sparnaður? Tek það fram að ég er vel klædd en fæturnir eru ísskaldir þegar ég kem að Rauðavatni,” segir Eydís Björk Guðmundsdóttir farþegi og bætir við:

    Ég spurði bílstjórann í morgun og hann sagði allt vera á fullum blæstri. Það var alla vega volgt úr miðstöðinni fann ég þó engin hiti til að tala um (venjulega blæs köldu). Bílstjórinn var allur af vilja gerður en sagði að bíllinn yrði aldrei nógu heitur sérstaklega aftur í. Sem segir mér nú bara að miðstöðin er greinilega biluð í þessum bíl og mig hryllir við hvernig það verður þegar það kólnar almennilega í vetur. Það er ansi kalt að sitja í köldum blæstri í 30 mínútur til að bíða svo í kulda eftir næsta strætó.”

    Auglýsing