I DON’T KNOW!

    Lovísa Birgisdóttir leiðsögumaður varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu þegar að hún var í Strætó 5 síðastliðinn föstudag efir hádegi:

    “Í vagninum var yndisleg, amerísk kona um áttrætt, mjög smávaxin, á leið frá Hótel Natura  í Hallgrímskirkju. Ég var búin að segja henni að hún skyldi spyrja bílstjóran hvar hún ætti að fara út á Snorrabrautinni (ég er leiðsögumaður og hún er í hópi sem býr á Hótel Natura). Hún sýndi vagnstjóranum götukortið þegar hún kom inn í strætó og svarið sem hún fékk: “I don’t know”. Komin upp á Snorrabraut sá hún kirkjuna tiltölulega nálægt. Hún sat rétt hjá bílstjóranum og spurði hann aftur hvort hún ætti kannski að fara út þarna en fékk sama svarið: “I don’t know”. 

    Auglýsing