HVERNIG VILL ELDRA FÓLK BÚA?

Hugmyndafræði og fyrirmyndir að lífsgæðakjörnum eldri borgara er til umfjöllunar á kynningarfundi um uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 27. september og hefst hann kl. 9. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8.30


Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri býður til fundarins og er upphafserindi hans Lífsgæðakjarnar – umfangsmikil uppbygging í þágu eldri borgara í Reykjavík. 

Þrír erlendir gestafyrirlesarar með góða innsýn í borgarskipulag og húsnæðisuppbyggingu, m.a. fyrir eldra fólk, deila reynslu sinni af fyrirkomulagi uppbyggingar og reksturs húsnæðis.  

  • Per Schulze  er yfirmaður yfir Virke hjá PensionDanmark. Virke  eru verkefni sem heyra undir „50+ bofællesskaber“ en það húsnæðisform hefur PensionDanmark lífeyrissjóðurinn byggt upp eða ætlar að byggja. Sjóðurinn hefur gefið út verkefnalýsingu í þessum málum. Per hefur verið einn af aðal drifkröftunum í gerð deilihúsnæðis fyrir eldri borgara eða „senior bofællesskaber“ eins og Danirnir kalla það . Hann var áður hjá Realdania þar sem hann leiddi stefnumótandi verkefni. Hann hefur líka starfað sem þróunarstjóri hjá By og Havn og hefur því víðtæka reynslu í þessum málum. 
  • Maria Vassilakou fyrrum varaborgarstjóri Vínarborgar og vann þar einkum við borgarþróun og skipulagsmál. Hún vinnur í dag sem borgarþróunarráðgjafi hjá Vienna Solutions og tekur meðal annars þátt í þróun Keldnalands. Erindi Mariu heitir Best Case Vienna: The Role of Social Housing in the World’s Nr. 1.  
  • Brent Toderian fyrrum skipulagsstjóri Vancouver og Calgary og ráðgjafi hjá Toderian Urban Works. Brent tekur, eins og Maria, þátt í þróun Keldnalands og hefur einnig áralanga reynslu af flóknum viðfangsefnum á sviðum borgarþróunar, samgangna og breytingastjórnunar. 

Kynningar gestafyrirlesara verða á ensku, sem og pallborð með þeim og borgarstjóra. Þar gefst kostur á að spyrja hina erlendu gesti og borgarstjóra. 

Auglýsing