HVOR MYNDIN SEGIR SATT?

    Vesturbæingur sendir póst:

    Nýlega var byrjað að auglýsa íbúðir til sölu við Mýrargötu 39, á Héðinsreitnum. Tölvugerða myndin var aðalmyndin í auglýsingunni.
    En hún sýndi ekki að beint fyrir framan húsin er verið að reisa önnur hús og á milli þessara húsa verður bara 12 metra breitt dimmt sund. Það er svipað og breiddin á Mýrargötunni. Til samanburðar má t.d. nefna að á milli fjölbýlishúsanna við Álftamýri eru 50 metrar.
    Það verður ekki beint útsýni út á sundin úr íbúðunum við Mýrargötu 39 eins og sjá má af ljósmyndinni af framhúsunum sem rísa af miklum móð.
    Auglýsing