HVOR MÁLSHÁTTURINN Á VIÐ?

  Ég fór á kínverskan veitingastað í Los Angeles í júlí 1979. Að máltíð lokinni fengum við
  hver um sig málsháttarsmáköku (fortune cookie). Minn málsháttur hljóðaði svo:

  “I have no way of judging the future but by the past” – ég get ekki dæmt um framtíðina
  nema horfa til fortíðar.

  Á Tomma hamborgurum á Grensásvegi 7 sem opnaði í marz 1981 voru á veggjunum apaplaköt. Aparnir sögðu allir eitthvað, ég man bara eftir einum þeirra, hann klóraði sér í hausnum og sagði:

  “When i thought i knew all the answers, they changed all the questions” (Þegar ég hélt ég vissi öll svörin þá var spurningunum breytt.)

  Góðan daginn. Hvor skildi nú hafa rétt fyrir sér nú?

  Við (Íslendingar og heimsbyggðin öll) stöndum frammi fyrir fordæmalausu ástandi þar sem fram undan blasir við allsherjarhrun en huggum okkur við það að við (Íslendingar) séum vön erfiðleikum og komum okkur fljótlega upp úr krísum. En þetta er engin venjuleg krísa.

  Eftir hrunið 2008 var stór partur þjóðarinnar reiður út í þá sem höfðu farið með fjármálakerfið á hausinn. Þeir voru sameiginlegur óvinur okkar. Við gátum kennt þeim um. Núna er öldin önnur, það er engum um að kenna. Við erum öll á sama báti og aðstæður allt aðrar en þá.

  Spurningin er; hvor málshátturinn á við?

  Auglýsing