HVERS VEGNA ER DAGUR EKKI LÆKNIR?

  Þegar ég var á síðasta ári í Verzlunarskólanum við Grundarstíg 1972 átti ég leið út í lítið bókasafn skólans. Fyrir tilviljun greip ég upp bókina “Hver er sinnar gæfu smiður” sem eru tilvittnanir í heimspekinginn Epiktetos sem var þræll fæddur í Tyrklandi en dvaldi fyrripart ævi sinnar í Róm þangað til hann fékk frelsi og fór til Grikklands þar sem hann stofnaði skóla og fræddi og hafði áhrif á marga valdamestu menn Rómaveldis.

  Nema hvað, ég opnaði bókina af handahófi og datt niður í þessa dásamlegu tilvittnun:

  “Taktu ekki að þér verkefni sem þú ræður ekki við, því þú ert ekki bara að taka að þér eitthvað sem þú klúðrar heldur ertu á sama tíma að vanrækja verkefnið sem þú hefðir getað tekið að þér og gert vel.”

  Ég segi þetta svona af því að mér finnst borgarstjórn vera á rangri leið með t.d. framkvæmdir í miðbænum og eins þessi margumtalaða borgarlína.

  Mér er sagt að Dagur B. sé bæði góður læknir og vinsæll sem slíkur og nærgætinn við sjúklinga. Því spyr ég, af hverju er hann ekki starfandi læknir þar sem hann er á heimavelli.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.28 – Smellið!

  Pistill no.27 – Smellið! / Pistill no.26 – Smellið! / Pistill no.25 – Smellið! /

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / 

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / 

  Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / 

  Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / 

  Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / 

  Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / 

  Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / 

  Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing