HVERNIG ER AÐ BORÐA Í BRAGGANUM?

  Lesendabréf:

  Er ekki kominn tími á jákvæða umfjöllun um þennan blessaða bragga. Hann á að vera friðaður en svo hefur ekkert nema styr staðið um hann. Vertinn er að fara á taugum.
  En svo geta veður fljótt skipast í lofti. Ætli veitingastaðurinn þarna sé ekki bara kominn á kortið eftir öll þessi læti? 
  Af myndinni að dæma er bragginn, auk þess að vera braggi, bara nokkuð flottur að að sjá að innan. Stríðsárasafnið á Reyðarfirði er að vísu í flottari bragga (uppréttir veggir) en þessi hefur sinn klassíska svip.
  Hefur einhver tekið út mat, þjónustu og andrúmsloft hjá vertinum?
  Væri það ekki frétt?
  Auglýsing