“HVERGI MUN ÉG FARA”

    “Hvergi mun ég fara,” sagði Gunnar á Hlíðarenda þegar hann leit Fljótshlíðina fögru og það sama gildir um þennan músarrindil sem Þorfinnur Sigurgeirsson myndaði og segir:

    Ljósmyndarinn

    “Nú er orðið ansi haustlegt um að litast og flestir farfuglarnir farnir héðan á vit nýrra ævintýra. Það er hinsvegar ekkert fararsnið á þessum kappa. Þó svo músarrindillinn sé ekki hár í loftinu horfist hann ósmeikur í augu við íslenskan vetur og lætur válynd veður ekki slá sig út af laginu – líkt og Gunnar forðum þá fer hann hvergi því hér á hann heima.”

    Auglýsing