HVAR ER LYKILLINN?

  Erna og taskan úr Costco.

  Erna Haraldsdóttir ætlar að ferðast í sumar og festi því kaup á ferðatöksu á góðu verði í Costco:

  “Vorum svo glöð að sjá þessa i Costco áðan, virtist vera eina taskan sem var eftir og hún var i sama stafla og þessar sem eru tvær i pakka. En nú erum við komin heim og engin leið að opna hana þvi við finnum engan lykil,” segir Erna sem skiljanlega getur ekki notað töskuna ef hún getur ekki opnað hana og sendir því út neyðarkall til Costcovina á Netinu:

  “Er einhver hér sem hefur keypt svona tösku og getur sagt mér hvort að lykillinn eigi ekki örugglega að vera utan á töskunni, eða er hann inní henni?”

  Steingrímur Guðmundsson kemur til hjálpar: Er þessi taska ekki með talnalás? Ef svo er skaltu prófa 000.”

  Hugrún Jónsdóttir er með annað ráð: Hefurðu prófað: inn-út-inn-inn-út?“. 

  Erna Haraldsdóttir aftur: “Hún var stillt a 020 þegar við tókum hana úr kassanum.”  

  Og Erna Gunnarsdóttir er með reynslu: Töskur eiga alltaf að vera stilltar á 000 þegar þær koma ur framleiðslu. Ég er búin að vera selja töskur í 2 ár. Myndi fara með töskuna í Costco.”

  Auglýsing