HVAÐ HEITIR VODAFONE – TAL – 365 – FJARSKIPTI?

  Neytandi sendir póst:

  Í heimabankanum birtist skyndilega rafrænn reikningur frá Tali. Frekar óvænt, því liðin eru ca. 15 ár frá því Tal hætti og rann inn í Íslandssíma.
   
  Rafræni reikningurinn reyndist ekki bara frá Tali, heldur líka frá 365, Vodafone og Fjarskiptum. Fjögur fyrirtæki senda mér einn reikning.
   
  Hvað heitir fyrirtækið eiginlega? Við hvern er ég í viðskiptum? Er enginn þarna sem getur tekið ákvörðun um að nota bara eitt nafn? Og hvernig stendur á því að Tal dúkkar skyndilega upp í heimabankanum.
  Auglýsing