HVAÐ HANGIR Á SPÝTUNNI?

  Úr bakherberginu:

  Fréttablaðið skýrir frá því í dag að laun nýráðins bankastjóra Landsbankans hafi hækkað um 82 % frá því að hún var ráðin til bankans 2017. Árslaun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag eru nú 44 milljónir kr. Spyrja má hvers vegna slík hækkun á sér stað í ríkisbanka sem er í engu samræmi við þau kjör sem hinir raunverulegu eigendur bankans, íslenskir skattgreiðendur, búa við. Bankastjórinn, Lilja Björk Einarsdóttir, hefur lýst því yfir að hún sé hlynt sölu bankans (!) og spyrja má hvort verið sé að gera svona vel við hana til að ýta undir þá þróunn. Í því samhengi má minna á þá staðreynd að Lárus Welding fékk á sínum tíma 300 milljónir fyrr að taka að sér að verða bankastjóri Glitnis á vordögum 2007 en það kom fram í ársskýrslu Glitnis sem birt var 31. janúar 2008. Lárus hætti sem yfirmaður útibús Landsbankans í London og settist í forstjórstól Glitnis í lok apríl í stað Bjarna Ármannssonar.Lárus fékk auk þess 76 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur fyrir mánuðina átta sem stýrði bankanum. Það gera 9,5 milljónir í mánaðarlaun.Bjarni Ármannsson lét af störfum sem forstjóri eftir tíu ára starf þegar Lárus tók við. Bjarni fékk 190 milljónir í laun og starfslok hjá Glitni auk þess sem fram kemur í ársskýrslunni að hann hafi grætt 391 milljón á kaupréttarsamningum. Lárus var síðar ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik.

  Lilja Björk Einarsdóttir lýsti því yfir í mars á sl. ári að nú væri góður tími fyrir ríkið að selja hlut í bankanum. Bankinn væri stór eign fyrir ríkissjóð og síðan bætti hún við að ríkið gæti ráðstafað peningunum vel í aðra málaflokka heldur en að vera stofnfjárfestir í banka. — Svolítið skrýtið, ekki satt?

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinEKKI ABBEY ROAD