HVAÐ ER LÖGHEIMILI?

  Hraðsend að beiðni Kalmanns oddvita, til lögheimilis í hlöðunni – eftir skyndiákvörðun  Kaloríu oddvitafrúar (sjá hér!).

  Lögheimili er staðurinn sem maður hefur fasta búsetu. Föst búseta er í raun staðurinn þar sem maður býr, geymir dótið sitt og sefur. Hins vegar, þó þú sért á sjúkrahúsi, í fangelsi eða í heimavistaskóla í langan tíma, þá breytist lögheimilið þitt ekki. Lögheimili fylgja réttindi og skyldur og því skiptir það vissulega máli hvar það er.

  Má ég vera með lögheimili annars staðar en ég bý?
  Enginn getur átt lögheimili á tveimur stöðum á Íslandi í einu.

  Ef maður býr á tveimur stöðum, t.d. vinnur á einum stað á veturna og býr einhversstaðar annarsstaðar á sumrin og í fríum þá á maður að vera með lögheimili þar sem maður dvelst meiri hluta árs.

  Ef maður er í skóla þá má maður hafa lögheimili einhversstaðar annarsstaðar, til dæmis ef maður býr í stúdentaíbúð við Háskóla Íslands, en á foreldra á Hvammstanga sem maður býr hjá á sumrin og um hátíðirnar. Eftir að maður lýkur námi þarf maður hins vegar að flytja lögheimilið sitt þangað sem maður býr, nú eða flytja aftur heim á Hvammstanga.

  Ef þú býrð í útlöndum vegna náms eða veikinda getur maður átt áfram lögheimili á Íslandi. Þá skráir maður bara að maður hafi “aðsetur” í því landi sem maður býr í.

  Ef þú ert á Alþingi hefur þú áfram lögheimili í því sveitarfélagi sem þú bjóst í (og væntanlega bauðst þig fram í).

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…