HÚSIÐ OKKAR ER BÓKSTAFLEGA AÐ BRENNA

    Þórdísi stendur ekki á sama.

    “Ókei krakkar ég veit að það er pínu glatað að kvarta yfir jákvæðum aðgerðum af því að þær eru ekki fullkomnar. En við erum að tala um loftslagsmál. Það er fordæmalaust neyðarástand á jörðinni og það er orðið of seint að afstýra hörmungum. En við getum mildað höggið,” segir Þórdís Helgadóttir rithöfundur og leikskáld Borgarleikhúsins 2019.

    “En við getum mildað höggið og bjargað milljónum mannslífa og komið í veg fyrir að vistkerfi hrynji alveg. En þá þarf alvöru róttækar aðgerðir og það þarf þær helst í gær. Rafbílavæðing er bara engan veginn nóg. Við erum að horfa á það að pólitíkusar um allan heim eru að klúðra þessu af því að þeir meika ekki að stíga á tær hagsmunaaðila og taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir sem gætu verið sársaukafullar in the short term. Húsið okkar er bókstaflega að brenna og við erum að klappa okkur á bakið fyrir að ditta að bílskúrnum.”

    Auglýsing