HÚSDÝR LEGGJA UNDIR SIG MIÐBÆINN

    Ótrúleg sjón: Kindur, hænur, svín, hross og kýr fylla Kirkjustrætið á milli Alþingishússins og Dómkirkjunnar og maður á traktor reynir að hafa stjórn á.

    Hér er skýringin:

    Tímarit Bændablaðsins er gefið út í 10.000 eintökum í tengslum við stórsýninguna “Íslenskur landbúnaður 2018”. Því er dreift endurgjaldslaust á öll lögbýli og sent í pósti til annarra áskrifenda Bændablaðsins. Blaðinu verður dreift í Laugardalshöllinni en það þjónar sem sýningarskrá, m.a. með upplýsingum um úti- og innisvæði, sýnendur og fyrirlestradagskrá.

    Auglýsing