HÚSBÍLAFÓLKIÐ Á FLÚÐUM

    Húsbýlabyggðin í malargryfjunni rétt neðan við flugvöllinn á Flúðum var í blóma um verslunarmannahelgina þar sem íbúar og gestir þeirra skemmtu sér hið besta.

    Athyglisvert er að sjá að malarvegir fyrir bíla hafa verið lagðir um svæðið þannig að aka má um líkt og í þorpi væri. Flest hjólhýsanna eru svo vel fest við sólpalla og skjólveggi að þau eru komin til að vera.

    Og alls staðar blaktir íslenski fáninn við hún.

    Auglýsing