
Einstakt hús á sjávarlóð sunnanmegin á Kársnesi í Kópavogi er komið á sölu. Húsið er hannað af Högnu Sigurðardóttur arkitekt og er eitt af fjórum einbýlishúsunum sem til eru eftir hana hér á landi. Högna hefur hlotið verðlaun fyrir verk sín bæði hér á landi og erlendis. Hún var fyrst íslenskra kvenarkitekta sem starfaði á Íslandi og eru húsin hennar þekkt fyrir frumleika, djörfung og einstakan stíl.
Húsið var teiknað fyir frænda Högnu sem gaf henni algjörlega frjálsar hendur við verkið. Núverandi eigandi er svissneskur auðmaður. Upphaflega var húsið með sjónsteypu en hefur greinilega verið pússað upp og eitthvað breytt að innan. Þetta eru 217 fermetrar, byggt 1965 og uppsett verð 120 milljónir. Sjón er sögu ríkari:




