HÚS AÐ HRYNJA Á SELJAVEGI VEGNA SPRENGINGA

    Sprungurnar í Seljavegi 32 og Sigurður Hólm með hjálm við hæfi.

    “Farið varlega við Seljaveg 32, veggurinn getur dottið á eitthvað í næstu sprengingu,” segir Sigurður Hólm og birtir mynd máli sýnu til sönnunar.

    Miklar sprengingar hafa verið í risagrunni á Seljavegi ofar í götunni, á Héðinsreitnum, þar sem rís hótel og fjölbýlishús. Gömlu steinhúsin neðar í götunni hafa fundið fyrir þessu og sum farin að láta undan eins og sjá má.

    Auglýsing