HÚRRA FYRIR HVERFISGÖTU – EKKI MOGGANUM

    Mogginn hefur verið á móti endurbótum á Hverfisgötu frá því þær hófust. Þótt gatan hafi tekið stakkaskiptum og blómstri nú sem verslunar- og menningargata hamast blaðið enn gegn henni og í dag birtist enn ein greinin sem hefur það að markmiði að tala götuna niður,” segir Gísli Marteinn Baldursson fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

    “Ítrekað hefur blaðið reynt að fá Sindra Jensen kaupmann í Húrra Reykjavík til að vera með í neikvæðninni en án árangurs. Húrra verslanirnar hafa verið flaggskip nýju Hverfisgötunnar ásamt til dæmis Bismút kaffihúsi og galleríi, Bíó Paradís, KEX ofl. Það er óskiljanleg hvað sumir kaupmenn tala niður miðborgina. Hún hefur aldrei verið fallegri eða dregið að sér jafn margt fólk og nú. Ný kynslóð kaupmanna skilur að miðborg er upplifun og að aðgerðir borgarinnar hafa styrkt hana og gera það áfram. Húrra fyrir Hverfisgötu.”

    Auglýsing