“Við búum í Kórahverfinu og höfum haft þrjár hænur í girðingu úti í garði í nokkur ár. Þær fá afganga og við fáum egg,” segir Bjarni Sigurðsson en lífið er ekki alltaf svona einfalt:
“Nú kom ég heim í dag og þá var búið að drepa þær allar. Þetta var greinilega hundur af sæmilegri stærð sem hafði unnið sig í gegn um hænsnanetið. Hárbrúskur úr pelsinum varð eftir. Hann hefur væntanlega verið blóðugur eftir þetta. Nágranni minn hitti konu seinnipartinn sem spurði hvort hann hefði séð stóran, brúnan veiðihund sem hún var að leita að. Þetta er væntanlega hundurinn sem um ræðir. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að hundar eiga að vera í bandi. Þetta er ein þeirra.”