HUNDUR BÍTUR FÓLK Í GRAFARVOGI

    Auður og hundsbitið í Grafarvogi.

    Auður Ágústar sendir viðvörun til nágranna sinna í Grafarvogi en hún var bitinn af hundi þar sem hún var úti að hlaupa sér til hressingar:

    Kæru íbúar, mig langar að vekja athygli á atviki sem átti sér stað sunnudaginn 20. janúar um klukkan 11 að morgni. Ég var úti að hlaupa þegar það kemur drengur (ca. 18-20 ára) með hund í bandi á móti mér. Hundurinn stekkur upp á mig og bítur í upphandlegginn á mér svo stór sér á. Þetta gerist í Staðahverfi, til móts við Kelduskóla. Hundurinn er svartur og stór, svört ól og í hálfgerðum kaðli. Drengurinn klæddur í svartan jakka. Ef einhver kannast við lýsinguna þá þætti mer vænt um að heyra frá viðkomandi.”

     

    Auglýsing