HUNDUM SIGAÐ Á GÆSIR Í BREIÐHOLTI

“Hvað er eiginlega að sumum krökkum,” spyr Gyða Dröfn í Breiðholti og á vart eitt einasta orð. Og þó:

Gyða Dröfn

“Þar sem ég bý safnast oft saman stór hópur af gæsum og við hérna í kring höfum verið að gefa þeim þar sem það er svo mikið frost í jörðu. Rétt í þessu koma tvær stelpur labbandi með tvo hunda í bandi og þegar þær sjá gæsirnar þá ákváðu þær að sleppa hundunum lausum svo þeir gætu nú skemmt sér við að hræða aumingjast gæsirnar. Og þarna stóðu þær og hlógu þegar gæsahópurinn flaug undan hundunum. Shit ég verð svo reið þegar ég sé svona. Hvað er eiginlega að hjá þeim sem gerir það að verkum að þeim finnst þetta bara allt í lagi. Svona krakkafávitar eiga allavega ekki að hugsa um dýr. Sorry rantið en er alveg fjúkandi brjáluð yfir þessu.”

Auglýsing