HUNDAKOFI MEÐ HEITUM POTTI TIL SÖLU

  "Húsnæði fyrir alla" heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Stærsta fjárfesting flestra fjölskyldna er þak yfir höfuðið. Menn láta allan sparnað sinn og bæta við láni til allt að 40 ára. Fasteignasalinn á að þjóna kaupanda jafnt sem seljanda en það er eins og Biblían segir; það er erfitt að þjóna tveimur herrum. Þrátt fyrir ströng próf fasteignasala í lögfræði og fjármálum er lítil krafa um þekkingu á byggingunni sjálfri.

  Steini pípari í slætti.

  Tilefni þess að ég sting niður stílvopninu er að vinur minn bað mig um að skoða hús sem hann gat hugsað sér að kaup. Eftir að hafa skoðað húsið sá ég að margt var að sem þurfti sérfræðing í húsbyggingum til að sjá. Eftir að hafa starfað sem iðnaðarmaður í áratugi gat ég áætlað að það þyrfti að laga húsið fyrir 10 til 20 milljónir. Þetta var það sem sást á yfirborðinu. Ekki gat ég kannað ástand röra inn í veggjum.

  Ég tel í raun glórulaust hvernig sala á gömlu húsnæði fer fram hér. Gróðurskáli eða heitur pottur getur ráðið úrslitum þegar allt annað er að hruni komið. Auðvitað eiga menn að setja sem skilyrði við tilboðsgerð að húsið standist faglega skoðun. Auðvitað verður fasteignasalinn að greina frá þeim göllum sem skoðunin leiðir í ljós ef kaupin ganga til baka. Slíkar aðferðir gætu komið í veg fyrir kostnaðarsöm málaferli eftir á og mikið tjón fyrir alla.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinÁTÖK
  Næsta greinANNA VILHJÁLMS (75)