HUNDAKÆTI OG HINSEGIN ÁSTIR

  Höfundurinn

  “Þetta er fokking mergjað stöff þó ég segi sjálfur frá,” segir höfundurinn sjálfur, Þorsteinn Vilhjálmsson, um óritskoðaðar dagbækur Ólafs Davíðssonar frá 1881-1884, undir nafninu Hundakæti, og er um hinsegin ástir og ungæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn á 19. öld.

  “Í þessum dagbókum má finna allt,” segir Þorsteinn og gefur dæmi:

  1) Drepfyndin bekkjarpartý: “Seinast stóð þannig á í gildisstofunni, að Kristinn og Jón sátu út í horni og húðskömmuðust, Sveinbjörn og Gísli stóðu úti í hinu horninu og föðmuðust í mesta bróðerni, Pjetur stóð við borðið blindöskufullur með sælusvip og mælti ekki orð frá munni…”

  2) Hinsegin ástir: “En það er ekki gaman að sjá annan sitja undir kærustunni og sjá hana láta dátt að honum með öllu móti, sjá hana kyssa hann, faðma hann að sjer og mæla til hans blíðum orðum; þetta varð jeg þó að þola, því Gísli sat undir Geir og Geir ljet dátt að honum en leit ekki við mjer.”

  3) Heimþrá hins þunna Íslendings í erlendu stórborginni: “Þessar þrjár vikur síðan jeg kom til Hafnar hafa verið draumur vakanda manns fyrir mig. Jeg hef verið í e-u móki. Jeg hef hjer um bil ekkert starfað. Jeg hef ekkert lesið…, ekki gengið mikið um borgina, ekki hugsað neitt að ráði, yfir höfuð ekkert gjört. Það hefur verið e-t rik [svo] í höfðinu á mjer.”

  4) Og bara almenn furðulegheit: “Á leiðinni í sjóinn sagði Páll Briem okkur þá sögu af Gesti að hann hefði einu sinni gefið barnapíu í anlegginu svo mikið graðbros að hún hefði tárfellt.

  Hundakæti er væntanlega á markað í október.

  Auglýsing