HÚN SPLÆSIR

    #Hún splæsir er herferð sem mun hefjast í Hannesarholti á Grundarstíg fimmtudaginn 15. mars næstkomandi. Herferðin er af norskri fyrirmynd en hefur teygt arma sína til Svíþjóðar, Bretlands, Kanada, Ástralíu, Bandaríkjanna og nú Íslands.

    Markmið herferðarinnar er að halda uppi uppbyggilegri umræðu um hvaða ómeðvituðu kynamismunun við verðum vör við í daglegu lífi og þau neikvæðu áhrif sem slík mismunun hefur á samfélagið í heild sinni.

    #Hún splæsir hvetur konur til þess að splæsa á t.d. vini sína, fjölskyldumeðlimi eða samstarfsfélaga á fimmtudaginn næstkomandi og bjóða til samræðna um hvernig við getum öll tekið þátt í að minnka kynbundið misrétti.

     Opið er í veitingastofum Hannesarholts til kl.22, gleðistund (happy hour) frá kl.18.30-19 og lifandi tónlist frá kl.17-20.

    Auglýsing