HULDUEIGENDUR Í HERKASTALA

    Sótt hefur verið um að breyta gamla herkastala Hjálpræðishersins í Kvosinni í hótelíbúðir.  Á huldu er hverjir eru eigendur hússins nú eftir að Herinn seldi og byggði upp í Mörkinni en Pétur Árni Jónsson fjárfestir og eigandi Kjarvalshús er stjórnarformaður og Daníel Þór Magnússon sérfræðingur í fjárfestingum hjá Kviku Banka með 0% hlut sem þýðir að hann  heldur utan um hlutinn fyrir erlenda og innlenda fjárfesta og fyrirtækið er staðsett að Katrínartúni 2 þar sem Kviku Banki er.

    Pétur Árni og Daníel Þór.

    Kerfisbréfið: “610715-2570 Kastali fasteignafélag ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Sótt  er um leyfi til að breyta gistiheimili í hótelíbúðir, skipta um glugga, lyftustokkur kemur upp úr þaki að sunnaverðu og breytingar á innra skipulagi sbr. teikningar í húsi nr. 2 á lóð nr. 2 við Kirkjustræti. Stærðir: -4,4 ferm., +172,2 rúmm. Gjald kr.12.100. Frestað. Vísað til athugasemda.”

    Auglýsing