HUGLEIKUR TEIKNAR FLJÚGANDI GRÍS FYRIR ADHD

    Hugleikur Dagsson hefur hannað endurskinsmerki til fjáröflunar fyrir ADHD samtökin. Á myndinni er tekning af fljúgandi grís – doldið eins og Bónus með vængi.

    Dagana 5-20 október verður endurskinsmerkið selt víða um land, bæði í heimahúsum, á torgum og á fjölda útsölustaða Bónuss, Eymundsson, Íslandspóst, N1 og á adhd.is Endurskinsmerkið kostar kr. 1.000,- og rennur allur ágóði af sölunni til ADHD samtakanna.

    Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Í tilefni af mánuðnum munu ADHD samtökin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og með ýmsum hætti, vekja athygli á málefnum fólks með ADHD, en gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD – greint eða ógreint, börn og fullorðnir.

     

    Auglýsing